St. Germain - Tourist (2000) Nú hefur ekki verið skrifað hingað inn í langan tíma. Ég ætla að skrifa um aðra breiðskífu franska raftónlistarmannsins Ludovic Navarre, Tourist. Ég gróf þennan disk upp um daginn eftir að hafa hlustað á hann frekar mikið stuttu eftir að hann kom út.

Tourist kom út árið 2000 og var gefin út af Blue Note. Plötunnar hafði verið beðið lengi, enda fyrsti plata Ludovic, Boulevard, hrein snilld. Tónlistin er djass kennd hús tónlist í bland við blús og örlítilli slettu af fönki. Það er mjög auðvelt að hlusta á diskinn og eru lögin það ólík að diskurinn passar við flest tækifæri, við mat, í bíl, áður en farið er að sofa og yfir lærdómi svo eitthvað sé nefnt. (hef prófað allt af þessu :)

Á disknum eru 9 lög, hvert öðru betra eftir því sem líður á seinni hluta disksins. Diskurinn byrjar í ágætlega hröðu lagi (Rose Rouge) en róast svo niður og nær hámarki á sjöunda lagi (Pont des Arts) sem er að mínu mati langbesta lag disksins.

1. Rose Rouge
2. Montego Bay Spleen
3. So Flute
4. Land Of…
5. Latin Note
6. Sure Thing
7. Pont Des Arts
8. La Goutte D'Or
9. What You Think About

Fersk plata og án efa ein af bestu plötum ársins 2000 en nær því þó ekki að verða einn af ógleymanlegum gullmolum tónlistarsögunnar.

***/****