Metallica - Load Metallica - Load
Produced by: Bob Rock with hetfield & Ulrich

Jæja, ég er einn af þei fáu sem fíla “nýju” Metallica og fyrir þá sem nenna að lesa þetta ætla ég hér að ganga í
gegnum bestu plötu Metallica (IMO…. og takiði tilit til þess að þetta þýðir ‘In My Oppinion’) með ‘Master Of Puppets’
rétt í 2. sæti, ég geri þetta því ég veit að margir hér geta farið léttilega með það að gera umfjöllun um annað hvort ‘Master of Puppets’
eða ‘Metallica (the Black Album).


1. Ain’t My Bitch
2. 2X4
3. The House That Jack Built
4. Until It Sleeps
5. King Nothing
6. Hero Of The Day
7. Bleeding Me
8. Cure
9. Poor Twisting Me
10. Wasting My hate
11. Mama Said
12. Thorn Within
13. Ronnie
14. The Outlaw Torn

Lög sem voru tekinn inní S&M:

'Until It Sleeps'
'Hero of The Day'
'Bleeding Me'
'The Outlaw Torn'
('Wasting My Hate' átti alltaf að vera með, það var búið að æfa það með sinfoníunni en því var hent rétt fyrir 1. showið)


Metallica er ein af þessum hljómsveitum sem á eftir að vera stór partur af bók tónlistarsögunnar (ef hún kemur einhvertíma út).
Eins og flestir vita eru þessir snillingar búnir að breytast mjög síðan í “gamla daga” (1982 - 1993) og orðnir aðeins
meira ‘mellow’ en þeir voru þá, og fólki finnst gaman að kalla þá í dag Sell-outs frekar en Metal goð, en hvernig getur það staðist
því þeir gerðu allar þessar þungu plötur sem flestir elska og enginn getur breytt því, ekki einu sinni “stórt stökk
niður” eins og fólk vill kalla ‘Load’ & ‘ReLoad’.

Þessi plata byrjar á hinu mjög öfluga lagi með hið sterka (frekar heimskulega) nafn ‘Ain’t my bitch', sem
er þetta sterka ‘intro’ sem prýðir margar plötur, en þetta lag er í þyngri kanntinum og hefur enga sérstaka melódíu
sem ætti að leiða mann í gegnum það, hefur frekar heimskulegan texta, en er samt með smá viti. Næsta lag mætti líkja við
lag ‘Black Sabbath’ ‘Sabbra cadabra’ sem Metallica tóku einmitt upp sem cover fyrir ‘Garage inc. plötuna, en þetta lag heitir
’2X4' og í þessu lagi reynir Hetfield að vera mjög vondur með textanum sínum, og nær hann því alveg, en þetta lag fjallar um
hvað það er oft óþarfti að hefja slagsmál.
Jæja þá er ég kominn yfir eiginlega slöppustu lög plötunar, og fólk vildi halda því fram að oft bestu lögin væru alltaf sett fyrst :).
Lag nr. 3…. ‘The House That Jack Built’ er lag sem kemur mér alltaf í stuð þótt það sé ekki nema meðal þungt,
en ástæða þess er þetta “þunga og djúpa” andrúmsloft sem Hetfield nær að skapa og ef maður er mikill aðdáandi
raddar hans þá ætti Chorusinn alveg að koma þér til að banka í veggi með trommunum ('The house that “bamm bamm”' ;) )

Hér geri greinaskil því það hefur reynst fólki vel að skilja betur greinina með þeim, en lag nr. 4 er lag sem
margir ættu að kannast við, ‘Until it Sleeps’. Þetta lag var samið í jammi og útkoman að mínu mati er alveg frábær,
þetta var fyrsta smáskífan af ‘Load’ og má til gamans geta að er þetta lag var gefið út var keppni á MTV minnir mig
þar sem maður gat unnið fullan vörubíl af Metallica rusli, eða fullan vörubíl af Metallica rusli og þá sjálfa með í
vörubílnum, svona einkashow :), myndbandið við ‘Until it Sleeps’ er voða drungalegt og byggist á málveki sem Kirk
á minnir mig. ‘King Nothing’ er næst, þetta lag er eiginlega bara ripp-off af ‘Enter Sandman’ nótnalega séð, en ef
þú ert ekkert fyrir það þá er þetta hið fínasta lag með flottri bassalínu og sterkum söng, þetta var minnir mig 3. smáskífan,
en myndbandið við það var tekið upp í ‘Salt Lake City, Utah’ og sýnir meðlimina í kuldafötum og dýrafeldum í fellibyl
og snjó spilandi lagið. ‘Hero of The Day’ var önnu smáskífan af ‘Load’, þetta lag elska allir eldri aðdáendur að hata
skilst mér, þetta er mjög poppaði lag ég neita því ekki en mér hefur alltaf fundið mikið til þessa lag, veit ekki
ástæðuna fyrir því, voða melódískt allt í gegn þangað til BAMM!!! styrkurinn eykst og lagið endar á því. Næsta lag
er eitt af meistaraverkum Metallica, 8 minútna lag þar sem bassi & gítar nær að byggja upp þetta ‘mood’ sem
ég get ekki líst í orðum, alveg sama þótt þú sért Metallica aðdáandi eður ei, þá gæti þetta lag auðveldlega náð
til þín.

Hér er ég kominn á seinni hluta plötunnar sem er ekkert verri en sá fyrri, endilega lesiði áfram :)….
Lag nr. 8 eða lagið ‘Cure’ sem einn vinur minn sagði bara núna rétt um daginn að væri hræðilegt lag, ég
veit ekki alveg hvað pirraði hann, lagið eða textinn, mér finnst allravegna lagið vera með þeim betri á þessari
plötu, og það sama mætti segja um textann, voða einfaldur en heldur sér alveg við gott efni, hér er bara sona
smá partur af honum:

Betting on the cure.
It must get better than this,
Need to feel secure
Yeah it's got to get better than this

Betting on the cure
Everyone's gotta to have the sickness
Cause everyone seems to need the cure

Annars verður lagið að vera gangi til að skilja þetta almennilega en einfalt er að komast í “headbang”
fíling með þessu lagi. Jæja næst er það mjög blúsað lag sem hefur all svaka mikið “Edge” sem ég hef tekið
eftir að fólk er alls ekki að fíla, þetta lag lyftist ekkert og er voða mikið oní drullupolli yfir allt,
en nýlega hef ég hlustað á þetta lag frekar mikið og það hefur alveg fests við mig og verð ég að segja að
þetta er hið fínasta lag, næsti “smellur” er lag sem kallast ‘Wasting My Hate’ og er keyrslu lag alveg frá
upphafi til enda, þegar ég segi keyrslulag þá á ég við að það haldi mjög skemmtilegu tempo alveg í gegn, svo
gæti ég líka sagt (þótt ég sé bara í æfingarakstri) að þetta er frábært lag til keyra með.

Það er alveg nóg að segja um næsta lag ‘Mama Said’, en hvar á ég að byrja, jæja þetta er tvímælalaust
rólegasta lag sem metallica hafa nokkutíma gert,
kassagítar og blues effectar einkenna þetta ‘Country’ lag þar sem James talar um mömmu sína, voða “Cheesy” og alls ekki
líkt Metallica að gefa þetta út á breiðskífu, en ‘Load’ er auðvitað mjög róleg plata í heild. Annars hefur mér aldrei
fundist neitt leiðilegt við þetta lag, þetta er voða “sweet og mellow” sem er á þessu litla róli allt í gegn, þetta
var síðasta smáskífan af Load, myndbandið við það er frekar erfitt að finna skilst mér, enda er það frekar leiðilegt.

síðustu greinarskilin, eða aðeins 3 lög eftir. ‘Thorn Within’ er næst, jæja hvað er hægt að segja um þetta lag…
Til að byrja verð ég að segja þetta mjög gott lag með texta sem maður lætur alls ekki framhjá sér fara við hlustun,
ég veit alls ekki um hvað hann er en hann grípur mann algjerlega, lagið sjálft er alls ekkert áberandi þrátt fyrir
að það sé þungt, næst er lag sem ALLIR hata fyrir utan mig og einn vinur minn, allravegna hef ég ekki séð neinn hérlendis
sem fílar þetta “vonda” lag, ‘Ronnie’ heitir það og fjallar það um krakka sem tekur uppá því að hefja skothríð í skólanum sínum,
ég held að þetta sé byggt á sannri sögu, lagið er alveg frábært alls enginn “smellur” en það er alveg magnað hvað lagið er “illt”.

Jæja ég ætla gera ein greinaskil í viðbót fyrir uppáhaldslag mitt með Metallica, en það heitr ‘The Outlaw Torn’
og hefur sama keim og ‘Bleeding Me’, það er u.m.b. 9 minútur af þungu andrúmslofti, jammi og frábærum texta,
í þessu lagi fer James á mjög háar nótur með orðunum ‘I’m Outlaw of Torn', alveg eins og ‘Bleeding me’ er þetta lag sem
bæði aðdáendur og …jaaaa ekki aðdáandur gætu fílað og mér finnst að ENGINN ætti að láta framhjá sér fara.

Ég vil þakka þeim sem nenntu að lesa þetta og segja öllum að coverið á ‘Load’ er listaverk eftir einhvern “sicko”
sem þótti sniðugt að blanda saman sæði og blóði, svo er ‘ReLoad’ coverið eftir sama listamann en það er
þvag og blóð minnir mig.

Ég gef þessari plötu ****½/*****