Ég er búinn að vera hlusta á lög úr raftónlistarkeppni Huga.is - mörg þeirra eru góð - sum þeirra er hægt að flokka sem fjöldamorðstilraun á mannkyninu (í öðrum orðum, hræðilega léleg)

Af þessum 16 laga úrslitum finnst mér Interstellar Love Buzz með Bubby Donnell og Sphere með Nebulae skara framúr. Good luck guys/girls

Ég reyndar verð að lýsa yfir óánægju minni með hvað dómnefndin er einhæf á tónlistarvalið - ég reyndar hef ekki hlustað á öll lögin sem dómnefndin neyddist til að gera en ég skil ekki afhverju lög eins og Perfect Play of Life með DUO komst ekki áfram. Melódískt og gott lag. Eru ekki meiri líkur á meiri samkeppni ef um meira en “ofurambient” lög er að velja?

Kannski komust önnur lög ekki í úrslit því Fröken Dómnefnd taldi þau ekki vera nógu rafræn? Eða Fröken Dómnefnd er of þröngsýn á tónlist?

Ég legg til að á næsta ári verði haldi Tónlistarkeppni og keppninni skipt niður í flokka - þar með getur fólk keppt í þeim flokki sem lögin þeirra eiga heima í. Rokk / Popp / “raftónlist” / dans / etc… etc….

Ég legg líka til að það verði stokkað upp í dómnefndinni.

p.s.
ég er ekki keppandi í þessari keppni.