Ég er að leita að bandi sem hefur áhuga á að taka upp EP plötu í Stúdíó Sýrlandi. Ég er nemandi í dag í Hljóðtækninámi Stúdíó Sýrlands og í sumar þarf ég að taka upp EP plötu sem er partur af lokaverkefni sumars í skólanum. Upptökur fara fram í Sýrlandi Vatnagörðum og FÍH aðallega. Ég er ekki að leita að sérstakri tónlistarstefnu og kemur því allt til greina.

Ef þið hafið áhuga á að skoða þetta að þá má endilega senda mér e-mail á hallistef@gmail.com. Einnig væri gott að fá demo af lagi/lögum.

Um mig:
Ég heiti Þórhallur Stefánsson oftast kallaður Halli. Ég hef starfað í að verða 20 ár í tónlistarbransanum, þó aðallega síðustu 8 ár eða svo sem trommari Lights on the Highway. Ég er vanur upptökum og öllu vinnuferli sem kemur því við svo þetta verður allt unnið mjög Pro.

kv, Halli