
Sánd komið út
Nýtt tölublað af dægurtónlistatímaritinu Sánd kom út í dag en blaðinu er dreift frítt í mörg þúsund eintökum á höfuðborgar svæðinu og víðar. Efnið er fjölbreytt að vanda. Fyrir utan helstu þætti á borð við fréttir, kvikmyndir, plötudóma og fleira því tengt eru m.a viðtöl við Dianogah, Thirteen, 90 Day Men, Mínus, Jón Gnarr (sem er maður blaðsins), Megas, Fídel, Marc almond, Búdrýgindi og Quarashi. Þess má geta að Smári Jósepson, gítarleikari Quarashi, mun gefa einhverjum heppnum lesanda Sánds gítarinn sinn í beinni á PoppTíví. En til þess að sjá hvað þú þarft að gera, verður þú að ná þér í eintak af Sándinu…