Ég er að leita að lagi sem að var vinsælt inná fm957 eða flass fm 104,5 fyrir svona einu til einu og hálfu ári síðan ég get séð video-ið af laginu ljóslifandi fyrir mér en get ómögulega munað hvað söngkonan heitir eða neitt meira um lagið.
Allavegana þá er semsagt söngkonan að rölta um götu á meðan hún syngur og svo sést hún vera að hanga með vinum sínum á kaffihúsi og svo fer hún í plötubúð og er að hlusta á plötu þar man líka að það var eitthvað í textanum varðandi að vera búinn að vera vakandi lengi.
Endilega ef einhver getur hjálpað mér að muna hvaða laga þetta er ég er nefnilega að verða vitlaust á því að muna ekki hvað það heitir.