var að taka rækilega páskaskitu þegar ég fór að hugsa um lagið sem var að hlusta á og ímyndaði mér textann á ensku. Þá hefði textinn verið: Við erum stórir hórusalar eyðandi þoddnnum (we be big pimpin spending g's) og þá hugsaði ég upp sniðugan leik sem ég gæti postað hingað, veit samt ekkert hversu sniðugur þessi leikur er, en allavega

Ætla að taka nokkur af uppáhaldslögunum mínum (sem eru öll fræg, hafa verið á billboard top100 og með vel yfir milljón views á youtube), taka þá kannski bara frá aldamótunum (2000, döö) og eitt fyrir hvert ár, reynið að nota ekki youtube það er leim …..

Ekki bestu þýðingar í heimi og ég viðurkenni mistök en þetta ætti að skiljast, mjög erfitt að þýða svona texta og halda réttri merkingu!

2000; Semi-gömul rokk sveit sem hefur verið fræg í mörg ár. Nafnið á sveitinni tengist grænmeti. Lagið fjallar um lífið ‘hinumegin’.
,,Helltu lífi mínu í pappírsskál
öskubakkinn er fullur og ég er að ‘æla’ görnum mínum.
Hún vill vita hvort ég sé ennþá hóra
ég verð að taka þessu hinumegin.“

2001; Auðvelt, í alvöru mjög auðvelt. Svartur rappari/hip hop artisti sem hefur verið frægur lengi. Ef þú getur þetta ekki þá ertu ekki sannur tónlistarunnandi.
,,Afsakaðu mig frú ******, ég er alvöru!
Ætlaði aldrei að græta dóttur þína
ég afsaka mig trilljón sinnum.”

2002; Skítlétt, byrjunin á frægu rapplagi sem fjallar um að ‘meika það’ í rappheiminum.
,,Sjáðu, ef þú hefðir, eitt skot, eða eitt tækifæri
þetta er allt sem þú hefur óskað þér.
Eitt andartak, myndirðu nýta það eða láta það renna frá þér?“

2003; Rólegt alternative ‘rokk/popp’ lag, mjög fræg hljómsveit. Lagið fjallar ekki um klukkur þó að sumir haldi það af augljósri ástæðu.
,,Er ég partur af lækningunni eða er ég partur af sjúkdómnum?
Syngjandi,
þúúú, eeert, þúúúú, eeeert”

2004; Erfiðasta dæmið, held ég. Þetta er MJÖG fræg rokkhljómsveit og MJÖG frægt lag. Lagið fjallar um mann sem missir vin sinn og syngur um hvernig er að vera án hans. Líklega uppáhaldslagið mitt, ever.
,,Án þín get ég ekki verið, án þín.
Með þér er ég samt einn, án þín.
Án þín tel ég klukkustundirnar, án þín.
Með þér standa sekúndurnar í stað, ekki þess virði án þín.“

2005; Létt dæmi, held ég. Líklega uppáhaldshljómsveitin mín. Alternative pop tónlist, eitthvað svoleiðis, ekki með genreið á hreinu og ég veit ekki um hvað lagið fjallar þó að orðið ‘vellíðan’ komi oft fyrir í laginu.
,,Elskaðu að eilífu, ást er frí,
snúum okkur að eilífu, þú og ég.
Vindmylla, vindmylla fyrir landið, eru allir inni?”

2006; Rokksveit (létt rokk), nafnið á landinu sem sveitin er frá kemur fram í nafni sveitarinnar. Lagið fjallar um að vera sterkur og halda áfram gegnum súrt og sætt.
,,Þegar allt sem þú þarft að vera er sterkur,
haltu áfram haltu áfram eins og ég veit þú gerir.
Jafnvel þegar öll von er úti
haltu áfram haltu áfram bara til að komast í gegn.
Haltu áfram, haltu áfram.“

2007; Geðveikt frægt popplag sem fjallar um að bjarga mannslífi.
,,Skref eitt þú segir: Við þurfum að tala.
Hann labbar þú segir: Sestu þetta er bara samtal.
Hann brosir vingjarnlega til baka.
Þú starir vingjarnlega á móti.
Einhvers konar gluggi til hægri.
Þar sem hann fer til vinstri en þú heldur þig hægra megin.”

2008; Alternative, indie, psychedelic .. ég ætti ekki að þurfa að útskýra meira. Fáááránlega erfitt og asnalegt að þýða þetta á íslensku, sjii.
,,Ég sagði úh, stelpa
lostaðu mig eins og rafmagnssnerting
Elsku stelpa
kveiktu á mér með rafmagninu þínu.“

2009; Alternative rock. Þessi sveit hefur tröllriðið íslenskum markaði síðustu 2 ár og þetta lag fjallar um einmanna mann sem segir óbeint að hann vanti kærustu. Frekar illþýðanlegt.
,,Ég hef verið að ráfa um, lítandi niður á allt sem ég sé
Endalausir elskendur huldir undir götunni.
Þú veist ég gæti notið einhvers
Þú veist ég gæti notið einhvers
Einhvers eins og þín.”

2010; Fann ekkert alvöru almennilegt lag frá hljómsveit sem ég var ekki búinn að nefna, þannig að ég tók lag sem er ekki sungið á ensku (annað lag á þessum lista er btw ekki sungið á ensku).
,,Svo við dönsum bara
Svo við dönsum bara
Svo við dönsum bara
Þegar við segjum lærdómur, þá þýðir það vinna
Þegar við segjum vinna, þá þýðir það peningar
Þegar við segjum peningar, þá þýðir það eyðsla
Þegar við segjum eign, þá þýðir það skuld"


Okey, 2010 var erfiðasta árið, tvímælalaust. Alltof lítið af góðum lögum 2010, bara svona hittarar sem maður gleymir á morgun.