Hvurs vegna einblínir sumt fólk bara á einhverja eina tónlistarstefnu?

einhver gæji sem ákveður að hlusta baara á hiphop og segjir að allt annað sér drasl eða jafnvel einhver Þungarokkari sem hlustar einungis á Þungarokk og baunar yfir allt annað.
Þori að veðja uppá endalaust að svona fólk stelist stundum til þess að hlusta á góða sinfóníu eða jafnvel Only Girl in the world mer Rihönnu, ef ekki þá langar þeim það stundum en harkar það af sér.

Ég virkilega hlusta bara á allt sem mér finnst gott í hvaða tónlistarstefnu sem er og er ekkert að passa mig á að vinir mínir finnist ég eitthvað asnalegur að hlusta á einhverja tónlist(ekki það að það sé þannig), ég hlusta á það sem ég vill. t.d alvöru hiphop, er að tala um Biggie, SlumVillage, Wu, madlib og allt gott shit..og svo miklu miklu fleiri rappara.
síðan fer ég alveg í gamalt goodshit rokk.. doors, led zeppelin, queen, auðvitað bítlarnir, jethro, billy joel og endalaust meira. Síðan nátturlega bara nýlegt dæmi.. bombay, mumford blablabla.
Ég get alveg eins hlustað á nýbylgju pop bara svo lengi sem það er gott.
Ég get alveg eins fundið sjálfan mig vera hlusta á klassík.. Sinfóníur eftir Franz Liszt, Beethoven, Wagner og þessa gæja þið vitið.
svo meira sé nefnt: Raggae, Pop, Raftónlist, Blues, Jazz, Drum n Bass og nefndu það bara..

Jesús ég get ekki talið upp alla tónlistarmenn og tónlistarstefnur þar sem þetta er endalaust, svo margar hljómsveitir, producerar og tónlistarmenn sem til eru. basicly hlusta ég bara á alla góða tónlist og ég er ekki faggi að afneita öllum tónlistarstefnum.
þrátt fyrir það leyfi ég alveg að fólk meiki ekki að hlusta á einhverjar nokkrar tónlistarstefnur: t.d Techno, dauðarokk.. dæmi sem ég bara skil ekki.
Ég gerði þennað þráð eftir að ég sá annan þráð um hvernig tónlist fólk hlustar á og fór að velta þessu fyrir mér.


er þetta bara misskilningur hjá mér að fólk geti ekki notið mismunandi tónlistar og einblíni á eitthvað eitt?
hvað hlustið þið á gömlu hugarar og hvað hafið þið að segja um þetta?