Hafið þið einhvern tíma velt því fyrir ykkur hvernig gömul og ný tónlist fer ekki saman. Ég er kannski að hlusta á geislaspilarann inní bílnum hjá mér og mamma og pabbi halda alltaf að þetta sé svo hátt og svo rosalega mikið bull eitthvað. Hvernig tónlist ætli þau hafað hlustað á þegar þau voru á okkar aldri? Ég hef oft verið að spá í þessu og þegar ég hugsa um tónlistina sem mamma og pabbi hlustuðu á er hún oft orðin voðalega gömul og óáhlustandi. Svo fer ég að velta því fyrir mér: Hvernig verður tónlistin sem börnin okkar hlustar á? Hvað munu þau hugsa um tónlistina okkar? Munu þau ekki hugsa það nákvæmlega og við hugsum um tónlist mömmu og pabba?
Til dæmis þegar skipt er á Radio X eða eitthvað álíka þá getur mamma bara alls ekki hlustað á tónlistina og grátbiður mig og pabba um að skipta aftur yfir á Létt 96.7. Pabba finnst þetta hins vegar allt í lagi að ég held, en ég held samt að hann sé meira fyrir þetta Létt 96.7 og Bylgjuna. Maður fer þá að spyrja sig, á hvaða drasl tónlist hlustaði mamma á þegar hún var á mínum aldri. Það var þá árið 1977 og þegar maður horfir á einhverja auglýsingu frá sjónvarpskringlunni sem er með lögum frá 1975-80, þá eru þetta alveg ekki góð lög.
Ég held samt að tónlistin getur ekki þróast í eitthvað meira heldur en hún er í dag, en ef hún gerir það þá ætla ég að reyna að fylgja henni í staðinn fyrir að halda mig við gömlu góðu lögin.