Ég hef mikið verið að hlusta á nýja efnið frá sigur rós og ég er nú meira en ánægður með það..mér finnst öll nýju lögin vera mjög góð og er nú nokkuð viss um að næsti diskur verði ekkert slakari en ágætis byrjun þó erfitt sé að toppa hann..
Ég skrifaði mér disk um daginn sem er búinn að vera í græjunum síðan og hérna ér tracklistinn:

01. Njósnavélin (icelandic opera house) 9:29
02. Dauðalagið (laugardalshöllin) 12:16
03. Popsong (Roskilde) 12:46
04. nýja lagið (Roskilde) 7:59
05. e-bow (lisabon) 8:01
06. Samskeyti (Montreux) 15:15
07. Fyrsta ( Laugardalshöllin) 7:09

Ég hef líka mikið verið að spá í Samskeyti, það er eins og tvö lög blönduð saman þar sem lagið skiptist eftir 7-8 mín og þá byrja píanóspil, en það sem blandar lögunum saman er einver kvenkyns rödd sem segir eitthvað aftur og afur í gegnum allt lagið. Veit einhver hvað það er sem hún segir?

Það eru bara 7 lög á disknum því það komst ekki meira á hann,þetta eru 75 mín. eða eitthvað..
Hvað finnst ykkur um þessi lög?