Michael Jackson tilkynnti fyrir nokkrum dögum að hann væri að fara að halda röð tónleika í London. Ekki nóg með það heldur munu þetta vera síðustu tónleikar kappans. Tónleikaröðin heitir This is it!, það fer sem sagt ekki mikið milli mála hvað hann meinar með því. Hann sagði í tilkynningu að þessir tónleikar væri fyrir aðdáenduna og hann mun taka þau lög sem aðdáendurnir vilja. Michael Jackson hefur ekki haldið tónleika síðan 2001 þannig að fáir bjuggust við þessu. Tónleikarnir eru 50 talsins og verða allir á O2 vellinum í London. Allir miðarnir eru þegar uppseldir en sala þeirra byrjaði byrjaði föstudaginn 13. síðastliðna og braut þar með nokkur met:

-Stærsti hópur fólks allra tíma til þess að sjá listamann í einni borg
-Stærsti hópur fólks til að mæta á röð sýninga á velli(Arena)
-Hraðasta miðasala allra tíma

…og ég á miða!