Sæl öll..

Ég hef verið að nota upptökuforrit sem heitir Cubase og er ég með tengt í tölvuna yamaha psr 1000 hljómborð.. það er bæði midi tengt og einnig líka í line in portið í hljóðkortinu hjá mér.
Ég prófaði Nýjustu útgáfuna af cubase og er það komið með einhverja asio drivera, og er það ekki að gera eins og ég vill, það er bæði flókið, og ýmsar villur koma upp varðandi þetta asio dót. ég hef líka notað cakewalk studio, sem er í raun lítið vandamál að nota, en samt er það mjög takmarkað varðandi effecta og fl.
Ég spyr því.. Hvað er að ykkar mati besta upptökuforritið sem þið notið sem er með audio og midi stuðning, mikið af effectum sem hægt er að vinna með.
Ath: er að nota PC tölvu í þetta með windows vista. :)
Með kveðju…