hææææææææææææ. ég er að pæla í einu myndbandi sem ég sé oft í vinnunni, það er semsagt þannig að hljómsveitin er í rauðu herbergi og söngvarinn er með svartan hatt. inn á milli eru skot af hönd á hljómborði og þá er eins og höndin sé kjurr og hljómborðið og umhverfið hreyfist, og það er eins með skot af fót á trommufótpetali(???). þetta er rokk (get ekki verið nákvæmari, sökka í genres) og í viðlaginu syngur hann held ég “much too late, i don't believe it, eitthvað eitthvað eitthvað”. bassaleikurinn er frekar áberandi. mig langar sjúklega í þetta lag, búin að gúgla en fæ bara upp eitthvað ástarlag með eyeq, einhver sem kannast við þetta?