Fyrir stuttu síðan kom korkur þar sem verið var að velta fyrir sér hvort Violet Hill væri stolið frá OC laginu, California með Phantom Planet, mér persónulega fannst það alls ekki líkt. Hinsvegar hafa Coldplay verið ásakaðir fyrir að hafa stolið laginu Viva la Vida sem er að finna á nýjustu plötu þeirra. Hægt er að sjá það hér:

http://www.youtube.com/watch?v=1ofFw9DKu_I

Eins og þið heyrið hér er þetta rooosalega líkt. Eiginlega allveg eins. Gæti náttúrulega allveg hafa verið tilviljun. Hljómsveitir fara ekki að stela einhveru svona viljandi því þetta vekur oftast mikinn skandal.

Hvað finnst ykkur um þetta?
An eye for an eye makes the whole world blind