Það eru rosalega margir sem eiga svona sérstök uppáhalds lög sem gera menn glaða eða koma þeim í stuð.
Eru einhver lög sem hafa þau áhrif á ykkur?

Ég ætla að setja tvö lög hingað því ég nenni ekki að hafa þetta stórt og flott.
Allavega;

Pellonpekko með finnska Folk Metal bandinu Korpiklaani er eina lagið sem hefur nokkurn tímann kætt mig jafn mikið.
Alltaf þegar mér líður illa, er dapur eða er ekki einu sinni í stuði fyrir bjórdrykkju þá hlusta ég á Pellonpekko, og maður er kominn í stuð.
Þetta er instrumental lag þar sem fiðlan leikur aðalhlutverkið.

Pellonpekko - Korpiklaani:

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=3GzFtIXyQI0

Einnig er það lagið Harder Than You Think með Public Enemy en það er bara lang flottasta Hip Hop lag sem ég hef heyrt.
Byrjar lagið á ljúfum kassagítar tónum og svo kemur bassinn og rappið.
Textinn er líka alveg rosalegur ef maður vill eitthvað pæla í honum.

Harder Than You Think - Public Enemy:

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=pCx5Std7mCo&feature=related

Hvað með ykkur?