Til að hindra skítköst þá er ég búinn að leita á YouTube og Google og hef ekki fundið neitt af viti.

En málið er að ég er kominn með leið á því að spila endalaust bara á hráann gítarinn og ég hef alls engan tíma til að vera í hljómsveit og er að spá hvort þið gætuð bent mér á eitthvað á YouTube eða soundfiles þar sem allt frá einföldum trommutakti uppí heila hljómsveit að spila með engum gítar sem maður getur sjálfur fyllt upp í með sínum eigin.

Megið líka benda mér á einhver góð lög sem ykkur finnst gaman að spila með.

Fyrirframm þakkir,
Gspeed