hér er nýjasta lagið af plötunni minni ‘'fyrir lengra komna’' sem að kemur 15. feb í allar helstu plötuverslanir.
sumum til gamans og öðrum til ama þá læt ég fylgja með smá texta úr bæklingnum….

www.myspace.com/poetrixmusic

Draumar

Grunnur: Poetrix
Pianó: Gunnar Karel
Trommur: Matti M.A.T
Trompet: Eiríkur Orri
Söngur: Rósa Birgitta og Gunnar Karel
Gítar: Smári Tarfur
Texti: Poetrix

upptökustjórn og útsetningar í höndum Poetrix

Þetta lag er myndlíking. Þetta er semsagt maður sem að er geðveikur og sér bara konuna sem að hann elskar þegar að hann dreymir, en gerir engan greinarmun á draumi og veruleika. Á næturnar þá lofar hún honum að vera með honum og á daginn þá kvelst hann því að hann er ekki með henni. Einhversstaðar innst inni að þá grunar hann að það sé ekki allt með feldu og hún sé ef til vill ekki til, en hann neitar að horfast í augu við staðreyndir því að þessi draumur er það eina sem að gefur honum einhverja ástæðu til að lifa. Fær hjartað hans til halda áfram að slá og glæðir tilveru sem er annars þrungin drunga og depurð, einhverjum tilgangi. Og lagið fjallar einfaldlega um það hvernig þessi maður tjáir henni tilfinningar sínar í bréfi sem hann skrifar henni. Myndlíkingin er sú að fólk kallar mann geðveikan fyrir að trúa á drauma sína. Að lifa án þess að eiga sér draum er að vera lifandi dauður. Að trúa því ekki að draumar sínir geta ræst er gleðisnauðasta tilvera sem að til er, jafnvel þó að draumarnir séu fjarstæðukenndir að annara mati. Og maður sér hvernig fólk sem að hefur ekki komið neitt sérlega vel útúr genagrautnum sem að kynlíf foreldra þeirra skapaði, fólk sem virðist ómögulegt að vera neitt annað en undirmálsmenn einfaldlega skapa sér draum eða trúa því svo heit að lífið sé einhvernmegin til þess að þau þurfi ekki að horfast í augu við raunveruleikann um það hvað þau eru og hvað þau geta. Þau skapa sér sinn eigin heim sem að lítur sínum eigin lögmálum og í þessum heimi finna þau frið. Margir myndu nefna Geir Ólafs sem dæmi. Og síðan segja: ‘’hvernig myndi Geir ólafs líða ef hann ætti ekki þennan draum sem að engin annar trúir á?’’ En það ætla ég ekki að gera því að fyrir sumt fólk er draumurinn sem að mun aldrei rættast og trúin á hann það eina sem að þau eiga. Það eina sem að gefur lífinu tilgang. Aldrei ræna fólk draumunum þeirra. Og aldrei láta neinn ræna þig draumunum þínum. Segðu frekar ‘’láttu þig dreyma.’’