Gekk svo vel að fá góð svör við seinustu spurningu sem ég smellti hingað inn, kanski þið getið hjálpað mér með þessa spurningu.

Muniði eftir áramótaauglýsingu Baugs um seinustu áramót? Lagið í þeirri auglýsingu, “Á Sprengisandi” eftir Sigvalda Kaldalóns spilað á rafmagnsgítar, alveg endalaust röff og töff útgáfa á alveg snelldar lagi. Veit einhver hvar maður getur nálgast þetta lag?

(Ég er búinn að “Googla” því, hvernig helduru að ég viti að lagið sé eftir Sigvalda Kaldalóns?) ^^
Börn eiga að sjást en ekki heyrast.