Góðann daginn / góða kvöldið (fer eftir því hvenær þú lest þetta).

Ég var að velta fyrir mér, er að spá í að brenna disk til að taka með og hafa í vinnunni þar sem diskurinn sem er til staðar er, að mínu viti sorp. Bæði diskurinn sjálfur, þar sem hann er rispaður í döðlu og útataður í þvottadufti og svo líka tónlistin inná honum. Lítið annað en annarsflokks techno og rap þar sem orðin ‘Crazy’ og ‘Baby’ rýma.

Uppi í vinnu erum við sirka 5 strákar á móti svona 25 stelpum þannig að skrifa bara þungarokk er útúr myndinni. Ég þarf eiginlega að finna einhverja tónlist sem fólk svona alment fýlar eða ölluheldur á ekki að geta gert neinn sturlaðann. Og síðast en ekki síst þá er vinnustaðurinn 64% pólskur þannig að íslensk lög eru ekki of vinsæl.

Geturu nefnt kanski einhver skemmtileg, hress og smellin lög sem ég gæti nælt mér í (með leiðum sem ekki verða gefnar upp opinberlega) og skrifað á disk sem ekki irði hent ‘óvart’ í ruslið um leið og ég sný mér við?

takk takk :)
Börn eiga að sjást en ekki heyrast.