Var að hlusta á Xið 977 í bílnum í gærkvöldi held þetta hafi verið um 15 yfir miðnætti. Þetta var virkilega gott lag en ég á mjög erfitt með að útskýra hvernig það var.

Undir heyrðist mjög þétt bassalína og mikill trommutaktur ekki svo ósvipað og Oasis - Fucking in the bushes nema ef maður mundi hugsa sér aðeins rólegra tempó og gítarinn væri bassi. Í laginu sjálfu eru síðan einhver blásturshljóðfæri sem búa til meira svona óhljóð en einhverja laglínu og undir lok lagsins eru þau svona við það að fríka út. Í laginu er síðan lítill söngur en þó einhver og sunginn af konu eða þá karlmanni sem er að syngja hátt uppi.

Ef einhver kannast við lagið, þrátt fyrir lélega lýsingu, þá væri gríðarlega vel þegið að fá að vita hvert lagið er.

Fyrirfram þökk!