Það er ótrúlegt hvernig tónlistarsmekkur breytist á svo ótrúlega stuttum tíma! hafið örugglega mörg ykkar gengi í gegnum eitthvað þannig tímabil right?

Eins og hjá mér.. í 8-10 bekk var það AC/DC og Guns n' Roses og Metallica laang bestu hljómsveitirnar.
Svo byrjaði maður í menntaskóla… þá fór maður að hlusta á Queens of the Stone Age(sem er by the far besta hljómsveit sem ég veit um), Kyuss, Pantera og Lamb of God.
Og nú á öðru ári í menntaskóla byrjaði ég að hlusta á mikið Indy og alls konar tónlist t.d Arctic Monkeys, Bloc Party, Bullet for my Valentine, Damien Rice, Eagles of Death Metal.
Og þetta er meira að segja komið út í það að ég sé farinn að hlusta á Pendulum og JT…

endilega segið hvort það hafi verið einhver svona major breakthrough hjá ykkur í tónlistarsmekki…