Já, nú er komið að því að ég ætla að fjárfesta í tónlistarforriti fyrir PC.

Það sem að ég þarf er:
*að geta sett inn nótur og séð þær: Mynd(linkur)
*Að geta bætt við mörgum hljóðfærum og heyrt hvernig verkið hljómar.
*Að það sé ekki takmark á lengdinni sem verkið á að vera
*Að geta prentað út

Það sem að er ekki nauðsynlegt en væri fínt að hafa:
*Að geta vistað sem .mp3/.wav file
*Að það fylgdi USB tengt hljómborð með sem að ég gæti þá spilað á og heyrt í og séð nóturnar koma á “blaðið”
Vitiði um einhvert forrit sem að kostar >20.000 kr sem að uppfyllir þessar kröfur?

Sendi þetta líka inná /hljodfaeri þar sem að ég vissi ekki hvort áhugamálið hentaði betur.