Æji, það er búið að ræða þetta margoft.. en þetta pirrar mig ekkert síður núna en þegar ég heyrði minnst á þessa umræðu fyrst.

Ég segi kannski ekki allt, af því að mér líkar ekki við alhæfingar, en flest rokk er að einhverju leyti “emotional”. Þetta snýst ekki um að vera með hár fyrir öðru auganu þínu og líða geðveikt illa vegna þess.

Það ætti ekkert að gera nýtt áhugamál fyrir aðdáendur þeirra sem líður svona illa, heldur ætti fólk bara að sætta sig við að þótt sumar hljómsveitir klæði sig asnalega og tjái sig aðeins meira um það hvernig kærastan fór illa með þá heldur en margar aðrar, þýðir það ekki að þeir þeirra tónlist verðskuldi eitthvað síður að vera kölluð rokk, pönk eða metall.

Já, þetta var ein málsgrein.. en ég er svo þokkalega klikkaður gaur að mér er bara alveg sama.

Jee.

Bætt við 17. desember 2006 - 01:40
Linkzor á teh könnun:
http://www.hugi.is/tonlist/skodanir.php?page=view&pollId=119804