Stadium Arcadium Strax og nýji diskurinn með Red Hot Chili Peppers gaurunum kom út hljóp ég strax útí BT og keypti hann. Hafði lesið á netinu að hann væri kominn á netið en vildi ekki sækja þar hann því ég hafði svo miklar væntingar og vildi eiga gripinn upp í hillu. Önnur ástæðan var líka að þeir í RHCP höfðu verið mjög reiðir í viðtali því diskurinn komist á netið rétt áður en hann átti að koma út í búðum.
Svo ég beið í þessa nokkra daga án þess að sækja hann af netinu og keypti hann svo. Tvöföld plata að nafni Stadium Arcadium. Hafði mjög miklar væntingar til þessarar plötu og hlustaði strax á hann og lét hann á iPodinn.
Fyrst hlustaði ég á Disk 1. Fannst þetta mjög skrýtið, því mér fannst hann alveg ótrúlega lélegur. Hugsaði með mér váá Diskur 2 hlýtur að vera miklu betri, ef ekki snilld. Hlustaði svo á hann, ekki betri, ef ekki verri.
Hlustaði á hann svo nokkrum sinnum í viðbót, allann diskinn þá. Þetta voru fín lög og vel gert en samt bara svo rosalega leiðinleg og augljós.

Las í grein um þá að ef þú myndir ekki fýla þessa plötu þá myndiru ekki fýla Red Hot Chili Peppers. Þetta er bara ekki rétt hjá þeim því þetta er stór mínus á ferli þeirra að mínu mati. Alltaf hlustað mikið á þessa hljómsveit og hún alltaf komið mér í stuð með hröðum og léttum lögum, en samt ekkert svona “sell-out”.