Hljómsveitirnar Ensími og Úlpa eru á leið til ameríku og hafa skorað á þjóðina til að kafa djúpt í vasa sína og styrkja strákanna með smá fjárframlagi. Styrkurinn felst í því að fólk mæti á tónleika sveitanna á Gauknum í kvöld þar sem til stendur rokka fullt af nýju efni og hita vel upp fyrir bandaríkin. Hljómsveitirnar munu leggja í víking þann 3. Október og spila í þremur borgum, New York, Baltimore og Washington þannig að ljóst er að kostnaður af ferðalaginu verður talsverður. Það kostar hinsvegar aðeins þúsund krónur inn í kvöld og fylgir vænn glaðningur með. Við hvetjum sem flesta að mæta og styrkja gott málefni.