Endurkoma Pink Floyd?

Ekki er loku fyrir það skotið að einn heitasti draumur fjölmargra tónlistaráhugamanna rætist áður en langt um líður; að hljómsveitin Pink Floyd stígi aftur á svið. Fjórmenningarnir knáu liggja nú undir feldi og velta fyrir sér þeim möguleika að koma fram á tónleikum til að heiðra minningu stofnfélagans Syd Barrett, sem lést fyrr í þessum mánuði.

Nick Mason, trommari Pink Floyd, var í rauninni búinn að blása hugmyndina út af borðinu fyrir skemmstu, en hermt er að fjórmenningarnir geti í raun ekki hugsað sér annað en að kveðja Barrett með viðeigandi hætti. Vitað er bæði Mason og hljómborðsleikarinn Rick Wright eru hrifnir af hugmyndinni um endurkomu, Roger Waters hefur tekið ágætlega í allar slíkar umleitanir en hins vegar hefur Dave Gilmour verið tregur í taumi. Gítarleikarinn síkáti fylgir nú nýrri einherjaplötu sinni eftir af miklum móð, en aðili sem þekkir vel til hljómsveitarmeðlima hefur látið hafa það eftir sér að Gilmour taki ágætlega í þessa hugmynd og að endurkoma Pink Floyd sé líklegri heldur en hitt.

Heimildir xfm ekki hugmynd um hvar þeir fengu þetta :P
Elvar