http://www.rokk.is/default.asp?Flytjandi_ID=2381&sida=um_flytjanda

Alþýðuhljómsveitin Furstaskyttan (Músiktilraunir 2006) gleður hér með aðdáendur sína nær og fjær með popplaginu rómantíska ,,Hvorfor går solen ikke ned?“.

Lagið fjallar um Pål, sem situr mæddur við gluggann sinn og hugsar um konuna sem hann elskar, Lene. Skyndilega kemur til hans bréfdúfa og skilaboðin eru frá Lene: ,,Kæri Pål. Ef þú elskar mig virkilega skaltu hringja í mig þegar sólin sest.” Pål upphefst og æpir af fögnuði … en þrándur er í götu. Pål er á Íslandi, það er hásumar og sólin sest ekki. Þegar Pål áttar sig á þessari staðreynd syngur hann viðlagið.