Þessir drengir munu koma með hljómsveitarútu í bæinn á fimmtudaginn 16. mars. Komutími er kl. 19:00 og að sjálfsögðu er BSÍ áfangastaðurinn. Þar verður svo blaðamannafundur í beinu framhaldi þar sem fjölmiðlamönnum gefst kostur á að kynnast þessari hljómsveit betur. Söngvari Drifskafts þykir ansi hreint ódæll svo búast má við fjörlegum fundi auk þess sem fjölmargir aðdáendur hljómsveitarinnar munu eflaust setja sinn svip á viðburðinn.

Hljómsveitin mun halda tónleika á NASA n.k. laugardagskvöld, 18. mars, og gera garðinn frægan. Þetta er sýning sem enginn vill missa af!!!

Fylgist með á föstudaginn 17. mars, þar sem þeir koma fram í Kastljósinu á RUV og Ísland í dag á NFS.