Önnur breiðskífa Diktu er komin út í allar betri hljómplötuverslanir og í tilefni af því verða útgáfutónleikar þeirra á Gauknum annað kvöld, miðvikudag 16. nóv.
Nýja plata Diktu ber heitið “Hunting for Happiness” og er gefin út
af Smekkleysu. Eins og áður hefur komið fram var það Ace gítarleikari Skunk Anansie sem stjórnaði upptökum á plötunni.

Dikta spilar vandað indie rokk af bestu gerð og vakti hljómsveitin
mikla athygli fyrir þétta og skemmtilega frammistöðu fyrir troðfullu
húsi á Airwaves hátíðinni í ár.
Lagið “Someone, Somewhere”, sem fengið hefur frábærar viðtökur á öldum ljósvakans upp á síðkastið, er að sjálfsögðu á plötunni og er plötuumslagið einstaklega vel heppnað enda ekki við öðru að búast þegar listakona eins og Gabríela Friðriksdóttir kemur við sögu.
Dikta ætla að halda upp á útgáfu plötunnar miðvikudaginn 16. nóv. á Gauk á Stöng en sérstakur gestur verður Mr. Silla.
Hefjast tónleikarnir kl. 21 og kostar einungis 500 kr. inn.

Hægt er að hlusta á nokkur lög af nýju plötunni á www.myspace.com/dikta


——————–
www.dikta.net