Jú, það var gaman á þessum tónleikum, frábær flutningur, þokkalegt show, en aðalatriðið virtist ekki skipta tónleikahaldarana neinu máli; hljómburður, þ.e. “sándið”.

Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei verið áður á tónleikum í Egilshöll.

Ég hefði aldrei upplifað eins lélegt sánd og á þessum tónleikum.

Metnaðarleysið er fullkomið.

Það er ekkert í loftinu til að draga úr bergmáli.
Það voru engir hátalarar afturí (með delayum).

Hvar var þessi búnaður sem átti að fylgja sveitinni??

Voru það bara ljóskastarar????

Kraftwerktónleikarnir sem voru í Kaplakrika hljómuðu furðuvel.
Sem sýnir að það er hægt að gera vel, jafnvel í íþróttahöll ef menn hugsa ekki bara um gróða.

Það hefði ekki þurft að eyða miklu fé í að setja EITTHVAÐ í loftin og nokkur Kw afturí.

Ég ætla að leggja á minnið hverjir héldu þessa tónleika og forðast þá og Egilshöllina í framtíðinni