Tekið af mbl.is:
Bandaríska rokkhljómsveitin Velvet Revolver hefur aflýst tónleikum sem til stóð að hún myndi halda í Egilshöll 7. júlí.

Að sögn skipuleggjanda tónleikanna, Ragnheiðar Hanson, var gefin sú skýring að sveitin hygðist aflýsa öllum tónleikum sínum sem áformaðir hefðu verið eftir 1. júlí, að því að talið er af heilsufarsástæðum liðsmanna. Þeim sem keypt hafa miða verður boðin endurgreiðsla eða skipti á miðum á tónleika Iron Maiden eða Megadeth.