Þetta verður stutt grein en ég vona að hún muni vekja athygli á þessari ágætu sveit.

Ég fór á tónleika í Smekkleysubúðinni Huun -Huur-Tu hópurinn frá Tuvu í Síberíu og söngkonan Nina Nastasia. Ég keypti mér disk með þeim fyrrnefndu í kjölfarið. Huun-Hur-Tu leika á ýmis strengjahljóðfæri og bumbu en sérstæðastur er þó söngurinn, hinn svokallaði barkasöngur, sem þeir munu frægastir fyrir. Á meðan þeir syngja einn tón eðlilega geta þeir myndað annan tón á sama tíma og hljóðin koma e-r djúpt úr hálsinum svo minnir á fugl, ekki ósvipað rjúpu. Tónlistin er mjög tengd náttúrunni og fjallendum Tuva. Frábær tónlist. Verði þeir með fleiri tónleika hér á landi, hvet ég lesendur til að láta þá ekki fram hjá sér fara og verða sér út um disk með þeim.