Ég veit ekki hvort þetta á heima hér. En það er meginmálið sem gildir hér. Ég eins margur Íslendingurinn hefur notað forrit til að hala niður tónlist. Ég geri það ekki í miklu magni. Áhuginn á tónlist hefur aukist hjá mér fyrir vikið og tónlistasmekkurinn hefur stórbatnað og fjölbreytnin hefur aukist. Ég hala niður nokkurum lögum til að kynnast viðkomandi tónlistamanni eða hljómsveit áður en ég stekk og næli mér í diskinn. Ég hef oft brennt mig á því að kaupa diska á dýrum dómum og svo kemur í ljós að einu góðu lögin á disknum hljómuðu í útvarpinu svo mánuðum skiptið. Niðurhalið(ólöglegt eða ekki) hjá mér hefur áhrif á kaupin hjá mér. Ég kaupi meira og enda með betri diska í rekkanum. Hvað með ykkur hér á Huga?