Tekið af mbl.is



Courtney selur heimili sitt til að reyna að fá forræði yfir dóttur

Rokkarinn Courtney Love er svo örvæntingarfull að fá aftur forræði yfir dóttur sinni að hún hefur ákveðið að selja heimili sitt. Ætlar hún að nota þær 354 milljónir sem gert er ráð fyrir að hún fái fyrir lúxusíbúð sína í New York til að flytja aftur til Los Angeles þar sem hún vonast til að geta sannfært dómara um að hún sé hætt að nota eiturlyf og sé orðin hæf til að annast börnin sín.

Hún missti forræði yfir 12 ára gamalli dóttur sinni og Kurt Cobain heitnum fyrir 15 mánuðum eftir að hafa verið handtekin fyrir eiturlyfjaneyslu. Stúlkan hefur verið hjá föður ömmu sinni síðan. Courtney hefur verið á meðferðarheimilum á meðan.
Til baka



ég vona, barnsins vegna, að hún fái aldrei forræði yfir henni.