Er það virkilega svo að flestir hörðustu rokkararnir hati hip hop og öfugt? Þá niðurstöðu fær maður allavega af því lesa vissar umræður hér á huga. Það er lika áberandi að þegar annar hvor hópurinn kemur með dæmi um, að þeirra mati, slaka tónlistarmenn úr hinni stefnunni nefna þeir oftast tónlistarmenn sem ég tel að báðir hópar séu í raun sammála um að séu ekki merkilegir!:) Sem dæmi má nefna Linkin Park, Limp Bizkit, Nelly og Ja Rule. Þetta segir mér bara að margir hafi afskrifað heilu tónlistarstefnurnar án þess að kynna sér þær af einhverju viti. En þá er það spurningin, er ég sá eini sem hlustar jafnmikið á bæði?:) Ég á erfitt með að trúa því. Væri gaman að fá upptalningu á uppáhaldsböndum, úr hvorri stefnu fyrir sig, frá þeim sem finnst bæði betra.


Skemmtilegt rokk: Engin sérstök röð…

Metallica
Korn
Dream Theater
Nirvana
Tool
Soundgarden
Sepultura
Alice In Chains
Guns N' Roses
Deftones
System Of A Down
Led Zeppelin
Iron Maiden
Mínus
Queens Of The Stoneage


og svo skemmtilegt hip hop:

De La Soul
Pharcyde
A Tribe Called Quest
Nas
Biggie Smalls
Big L
Jeru The Damaja
Afu Ra
Mobb Deep
Black Moon
Group Home
Cypress Hill
Gang Starr
Outkast
Snoop Dogg