Núna er sannleikurinn kominn fram um geisladiska. Það er ekki satt að þeir endist í 100 ár og séu “varanleg” geymsla fyrir tónlist og myndir. Komið hefur í ljós að fyrstu CD diskarnir sem komu á markaðinn - eins og diskar með Pink Floyd, David Bowie og Bruce Springsteen eru allir haldnir slæmum skemmdum sem koma vegna rots eða rotnunar, en eins og flestir vita eru diskar úr plasti og plastfilmu og þetta plast rotnar með árunum og núna er þetta sem sé að koma í ljós. Þetta er einnig kallað “ CD bronzing”. Eða geisladiskahrörnun.

Þessi CD rotnun byrjar á brún diska á ysta kantinum þar sem allar upplýsingar eru um það hvað er á disknum. Þessar upplýsingar hverfa þegar rotið hefst og ekkert er hægt að gera.

Fólk sem hefur lengi safnað CD diskum mega reikna með að 15 % af diskunum sé óspilanlegt. Núna eru víst að koma diskar úr áli sem er sterkara en plastið. Og ál rotnar ekki eins og plast.