Nú eru nokkrar af þekktustu hljómsveitum heimsins að koma á klakann og ætlaði ég að koma með álit mitt á þeim.

Sugababes: Ef þú ert eldri en 14 og keyptir miða á þetta þá þarftu að taka þig til í andlitinu.

Kraftwerk: Þekki þessa hljómsveit svo gott sem ekki neitt en allir aðrir virðast þekkja hana, ég er ekki mikið fyrir raftónlist þannig að ég mun líklegast láta mig vanta á þessa tónleika.

Pixies: Fín hljómsveit að púlla Evrópu comeback og byrjar á Íslandi. Alveg þess vert að kíkja á þetta ef ég næ miða.

Korn: Fíla ekki svona tónlist.

Placebo/Incubus: Svipað með Placebo og Incubus, ég þekki þessar hljómsveitir það lítið að það tekur því ekki að snobba upp fyrir mig með því að byrja að hlusta á þá núna. Ágætar hljómsveitir svosem.

Deep Purple/Uriah Heep: Aldrei verið jafn ákveðinn í að fara á tónleika á ævinni, trúi því að þessir tónleikar muni toppa Kim Larsen tónleikana 92. Deep Purple og Uriah Heep á sama kvöldi, gæti varla orðið betra..

Pink: Æii fjárinn ég er upptekinn þegar hún kemu