Ég var að horfa á Popp í Reykjavík sem er bara snilld ;)
Þetta er geðveikt fræðandi mynd fyrir mig og mína jafnaldra (ég er árgerð 1988) og hvet alla til að sjá þessa mynd bara til að sjá allar þessar hljómsveitir sem voru vinsælar á þessum tíma (BangGang, Botnleðja, Sigur rós og margar fleiri) en sumar hljómsveitirnar spiluðu alveg hræðilega þunglynda tónlist og ég skil ekki hvernig fólk getur setið heima hjá sér og hlustað á hana… annars er smekkur fólks á tónlist jafnt misjafn og fólk er margt. Og til að lísa innihaldi þessarar myndar er talað við margar hljómsveitir og síðan spilað einhvað lag með þeim og inn á milli kemur Páll Óskar og miðlar tónlistar og frægðar fróðleik sínum… Annars skil ég ekki afhverju hann er stimplaður svona mikill snillingur t.d. í Idolinu… hann er er ekki einu sinni vinsæll meðal unga fólksins… En ég hef bara ekkert meira að segja og endilega gagnrína þetta ef þið eruð alveg rosalega ósammála mér….