Jæja…það er barasta allt að gerast í tónleikahöldum hérna á Íslandi þetta árið:

Eins og flest allir vita eru KoRn og Sugababes að koma til landsins í apríl (sugababes) og maí (KoRn.) Einnig koma Incubus í júlí og Kraftwek spilar víst í Kaplakrika bráðlega. Svo Bandaríska söngkonan Pink heldur tvenna tónleika á Íslandi í sumar, að því er kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins. Verða tónleikarnir í Laugardalshöll 10. og 11. ágúst og hefst miðasala innan tíðar.
Svo hefur maður eitthvað heyrt af Deep Purple og David Bowie…

En….svo eru það Pixies:

Bandaríska rokkhljómsveitin Pixies er að koma saman aftur og mun halda tónleika hér á Íslandi þann 26. maí í Kaplakrika. Hljómsveitin var stofnuð í Boston árið 1986 og starfaði til ársins 1992 en hefur nú komið saman á ný og fer í tónleikaferð um Bandaríkin í apríl.
Hljómsveitin gaf út fimm breiðskífur á árunum frá 1987 til 1991 og árið 2003 valdi tónlistartímaritið NME plötuna Doolittle sem aðra bestu poppplötu allra tíma.

Pixies fer í tónleikaferð í Bandaríkjunum í apríl og maí og leikur m.a. á tónlistarhátíðinni í Coachella Valley í Kalíforníu ásamt Radiohead og Kraftverk. Að því loknu fer hljómsveitin til Evrópu og verða fyrstu tónleikarnir hér á landi þann 26. maí.

Það er tónleikafélagið Hr. Örlygur sem flytur Pixies inn. Samkvæmt sérstökum óskum Pixies mun Ghostigital hita upp.
_________________________________________________ _________________

Semsagt nóg að gera…!