Ég hef tekið eftir að margir eru að kvarta yfir hinni og þessari gagnrýni hjá tónlistargagnrýnendum á plötum hinna ýmissa listamanna.
Ég tek aldrei mark á þessum tónlistargagnrýnendum og mér hefur alltaf fundist asnalegt að fá einhvern til að dæma tónlist sem að hann kannski bara finnst einfaldlega ekkert sérstök.
Segjum að einhver hati jass…hvernig getur hann þá lagt mat á jasstónlist? Síðan hatar einhver annar þennan listamann af einhverri ástæðu og þá hefur það áhrif á dóm hans.
Það er bara þannig með tónlist eins og svo margt annað að við höfum öll mismunandi smekk (og Guði sé lof fyrir það!) og enginn annar getur dæmt einhverja tónlist. Þótt að honum líki hún ekki eða líki hún er ekki þar með sagt að aðrir geri það.
Ég endurtek að þetta er aðeins mín skoðun og efa það ekki að aðrir hljóta að hafa aðrar skoðanir :p (alveg eins og með tónlistina).
En endilega segið mér hvað ykkur finnst, er hægt að dæma tónlist svona fyrir alla hina?

Kveðja
Alexei
“No bastard ever won a war by dying for his country. He won it by making