Mér þætti gaman að heyra í sem flestum um það hvernig þið hlustið á tónlist, þ.e.a.s hlustiði bara á lögin sem ykkur finnst skemmtileg eða hlustiði á diskinn allan í heild eins og um eitt verk væri að ræða. Persónulega hlusta ég oftast á einn disk í einu og byrja á númer eitt og læt hann svo renna í gegn.

Ástæðan fyrir þessum vangaveltum er könnun sem ég sá á netinu sem sýnir að notendur tónlistarmiðlara (iTunes, Tonlist.is etc) sækji aðeins í 1% tilvika heila plötu en 85% sækja bara eitt lag. Niðurstaða kom mér á óvart þar sem þessu er öfugt farið hjá mér sjálfum. Mér finnst mikið meira varið í að eiga allt verkið því yfirleitt þurfa sum lög meiri hlustun heldur en önnur til að njóta sín.

Hvernig hlustið þið ?

http://www.npd.com/press/releases/press_031208.htm