Já góðan og blessaðan daginn.

Nú eins og allir vita, hafa komið 27 greinar um “hvað eru uppáhalds lögin þín” en ég ákvað að gera eitthvað svipað, nema, bara spurja um diskinn. Það getur verið að mörgum finnist þetta ansi ómerkilegt, en ég hef verið að velta þessu fyrir mér um nokkra stund, og leikur hugur á að vita, hver er almennt uppáhalds diskur Hugverja.

Alla vega er minn listi eitthvað á þessa leið

1. The Bends-Radiohead. Hreint út sagt stórkostlegur diskur, þá stendur Street Spirit uppúr á þeim disk.
2. Absolution-Muse. Getur verið að þetta sé bara vegna þess að ég er nýbyrjaður að hlusta á hann, en mér finnst hann hreint út sagt stórkostlegur.
3. The Division Bell-Pink Floyd. Að mínu mati lang besti Pink Floyd diskurinn, High Hopes og Comfortably Numb, frábært, ekkert annað.
4. Amnesiac-Radiohead. Þarf fá orð, ekki endalega umtalaðasti Radiohead diskurinn, en stendur þó svo sannarlega fyrir sínu, með t.d. Pyramid Song, og svo Knives Out.
5. Hotel California-The Eagles. Einungis lagið Hotel California myndi nægja til að setja þennan disk ofarlega, en þó eru lög eins og New Kid in Town sterk. Góður diskur, verð þó að viðurkenna að ég var í stórkostlegum vandræðum með að finna sætið. En alla vega, svona lítur topp 5 diska listinn minn út.

Takk fyrir
Hjörtur A.


P.S.
Þegar ég tala um 5 uppáhalds diska, þá er ég ekki að tala um Best of diska. Mér finnst það ekki passa almennilega inn í, en þið gerðið það sem þið viljið.
Ég er ekki til í alvörunni.