Ég keypti mér Hail to the thief með Radiohead og fékk áfall því hann var svo góður. Ég hafði ekki fengið svona tilfinningu síðan ég hlustaði fyrst á Ágætis byrjun með hedfónum.
Stuttu síðar fékk ég nýju plötuna með Mars Volta í hendurnar og guð minn allmáttugur ég hélt bara að þurratíðinni væri lokið.
Ekki misskilja mig það er endalaust af nýrri og gamalli tónlist sem er mind blowing, svo mikið að ég kemst aldrei á ævinni yfir nema 0,0000000000001% af henni en ég einhvernveginn fæ sjaldan þessa tilfinningu. Þar sem ég held hreinlega að það sé ekki hægt að toppa það verk sem ég er að hlusta á og það vekur hjá manni tilfinningar og kenndir sem maður vissi vart af.
Svona life changing music einsog það heitir á góðri frönsku.

Nú leita ég, eins og hundur að rassi, að næsta verki til þess að svala fíkninni og trúið mér ég hlusta MIKIÐ á allskonar tónlist allt frá einfaldasta og jafnvel leiðinlegasta poppi yfir í einhverja snar bilaða D&B músík bara til þess að verða fyrir sömu áhrifum en allt kemur bara fyrir ekki.
ENDALAUST af góðri tónlist en engin svona… æji þú veist.

Svo nú spyr ég er ég einn um þetta eða eru nógu margir til þess að CD-anonymous, og einnig ef að ég er ekki einn einhverjar tillögur af næsta vímuskammti?