Hljómsveitin Coldplay ætlar að láta sig hverfa, segir Chris Martin söngvari í viðtali við tónlistarvefinn nme.com, “til þess að finna upp hjólið að nýju.” Sveitin hefur nýlokið við 18 mánaða heimsreisu og mun þegar hefjast handa við undirbúning þriðju breiðskífunnar. Martin segir sveitina komna á vissan áningarstað og því þurfi hún að leggjast undir feld og safna hugmyndum.

Við bíðum spennt á FM957 eftir nýju efni frá hljómsveitinni en hún hefur komið 2svar hingað til lands og skemmt landanum við góðan orðstír.
Heimildir: fm957 og frændi minn
___________________________