Nýjasta plata Maus ber nafnið Musick og er þeirra fimmta plata. Hún er algjör gæðingur og allir ættu að eiga hana. Hún er þannig frábrugðin öðrum plötum þeirra að allt er sungið á ensku(nema eitt lag, Glerhjarta). En í sumum laganna er pínu sungið á íslensku en þá bara svona 5% af laginu.

Plötuhulstrið er mjög flott og vandað í alla staði. Skemmtilegt nokk að segja frá því að hún var tekin upp í Þýskalandi í stúdíói sem ber nafnið Das studio. Þeir mausarar eru ennþá frekar angurværir sem er bara flott. Biggi(söngur,gítar) er soldið falskur, minna en áður, en það virkar samt mjög flott að hafa það þannig.

Bestu lögin eru: Musick, How far is too far?(sem er ensk útgáfa af Kerfisbundin þrá af seinustu plötu) og Life in a fishbowl. Hin eru ekkert verri samt og í heild er platan mjög góð. Það vita þeir sem fóru á X-Slash tónleikana þeirra í Iðnó. Þetta er allt að smella. Gerið sjálfum ykkur stórann greiða og reddið ykkur þessari brill plötu með Maus.