Í gærkvöldi var ég á jazz og blúshátíð í miðborg Albany. Þar var hellingur af fólki. Þar var frekar lítið svið miðað við hvað þetta var umfangsmikil hátíð. Það voru um það bil 20 meðalstórir sölubásar. Það var mjög gaman. Það spiluðu að minnsta kosti 10 bönd og öll með að minnsta kosti 3 lög. Við vorum þarna í ca. 2 og hálfan tíma. En það skemmtilegasta við þetta allt var fílíngurinn. Það var mjög mikið af fólki í mjög góðu stuði, svona dálítið eins og hjá mér á jólunum, fyrir utan það að það sé mjög mikið af fólki (sjá grein “Jólin mín” eftir mig). Það var nóg til að hafa gaman af en það jafnaðist ekkert á við stuðið. Þá fór ég að hugsa og komst að þeirri niðurstöðu að það hefði ekki skipt miklu máli hverskonar tónlist væri spiluð, það væri samt fólk að dansa og í fílíng.
Kv, Yainar.