Ég keypti mér um daginn Matrix Reloaded diskinn, sem mig hefur alltaf langað í. Þessi diskur er nú inn á topp tuttugu listanum um vinsælustu geisladiska landsins samkvæmt Morgunblaðinu. Mér finnst diskurinn alveg frábær og mæli sérstaklega með honum fyrir þá sem fíla flotta músík. Hann er líka svo vinsæll að ég varð að bíða í rúma viku til að fá hann. Á diskinum eru öll lögin í myndinni (að sjálfsaögðu) og einnig er að finn bónus efni um Animatrix og nýja leikinn. Meðal flytjenda laga á honum eru Marlyn Manson, Rob Zombie, Linkin Park, Rage Against the Mashine og Dave Band Mathews. Þetta eru snilldar lög með þeim og þetta er besti diskurinn sem ég á. Hann var þess virði að kaupa hann. Ég get ekki diskinn í neinn sérstakan músík hóp svo að hann er fyrir alla.