Ég var að fá Daysleeper diskinn EveAlice í hendurnar og satt að segja bjóst ég ekkert við neinu rosalegu eftir að hafa lesið plötudóma í dagblöðum Íslands um þennan disk, en ég setti diskinn í og byrjaði við hlustir og vitiði hvað?! þetta er bara frekar góður diskur. Hann er allur frekar rólegur og yfirvegaður enda eru meðlimirnir með alls kyns “nickname” sem benda kannski til að þeir séu ekki íslenskir (ekkert að því samt..) og bendir líka til að þeir séu dálítið professional í sinni tónlist og taki það sem þeir gera frekar alvarlega, síðan er líka eini gaurinn sem maður þekkir í þessu bandi er hann Sverrir Bergman(n) útaf því hann brilleraði á sínum tíma í sögvakeppni framhaldsskóla (sem verður næstu helgi á Akureyri btw) með lag Bon Jovi sem ég man ekki hvað heitir akkúrat núna. En allavega..að disknum, þetta er ekki diskur sem maður fer með í partí og djammar við..þetta er hreint út sagt bara tónlist sem þú ferð að sofa við eða hlustar á þegar þú ert eitthvað í chilli og rólegur moodi. Anyway, góður diskur og ég mæli með honum við alla sem fíla að vera bara rólegur á því einhvertímann í vikunni.
Bestu lögin að mínu mati: Come to me, Again, Kind of Jesus, Come Home og síðan eru flest lög á þessum disk bara ágæt (eiginlega ekkert lag sem maður getur sagt að sé lélegt) og heyrirst að tónlistarmennirnir í Daysleeper eru engir byrjendur á hljóðfærin sín.