Ég skellti mér á mússíktilraunir í kvöld, er reyndar búinn að fara á öll kvöldin. En ástæðan fyrir að ég skrifa þessa grein er hljómsveitin Lokbrá.

Ég hafði heyrt um þessa hljómsveit, að þeir væru að æfa í SigurRósarstúdíóinu og einhvað,og var búinn að ímynda mér þetta einhvað helvítis væl

En allt kom fyrir ekki,strax í fyrsta laginu leið mér eins og þegar ég sá Jet Black Joe í fyrsta skipti. Þeir gjörsamlega rokkuðu húsið. Minnti mig smá svona á Muse og jafnvel smá Smashing Pumpkins. Frábært band svo vægt sé til orða tekið!

Hvaðan kemur þetta band eiginlega?
Og hvað finnst ykkur um þá?