Ég er ekki að tala endilega um Svölu Björgvins sem á að vera á fullu í Bandaríkjunum en t.d. Emiliana Torrini er með lag í myndinni The Two Towers (Lord of the rings 2.myndin) og Quarashi voru með lagið Stick em up í myndinni Orange County og einnig í þáttunum Smallville.
Ekki má gleyma Sigurrós og halló Björk sem byrjaði á þessari tónlistarbylgju (þó þekktust fyrir fatasmekk sinn, sérstaklega svanakjólinn). Það eru örugglega einhverjir fleirir ´tónlistarmenn sem ég gleymdi en ég vil óska Íslendingum til hamingju með gott framlag sitt til tónlistar :)
